Rannsóknamisseri og starfsþjálfunarleyfi

Reglur um rannsóknamisseri
Umsókn um rannsóknamisseri

Rannsóknamisseri                                                                                                                                                       
Prófessorar, dósentar, lektorar og aðjúnktar við Háskólann á Akureyri geta sótt um rannsóknamisseri á grundvelli 20. gr. reglna nr. 387/2009 fyrir Háskólann á Akureyri. Þar er tilgreind heimild háskólaráðs til að veita fastráðnum kennurum við háskólann rannsóknamisseri.

Háskólaráð samþykkti þann 30. mars 2012 reglur um rannsóknamisseri nr. 355/2012. Rannsóknamisserum er ætlað að gagnast bæði kennurum og viðkomandi sviði/deild Háskólans á Akureyri.  Kennarar sinna eingöngu rannsóknum í starfi sínu á meðan á rannsóknamisseri stendur.  Skilyrði fyrir veitingu rannsóknamisseris eru nánar skilgreind í reglum nr. 355/2012 sem samþykktar í háskólaráði 30. mars 2012 með breytingu nr. 636/2013 og nr. 853/2020. Akademískir félagssmenn hvattir til að kynna sér þær regulur vel.

Stjórnsýsla rannsókna auglýsir umsóknafrest fyrir rannsóknamisseri ár hvert og eiga umsóknir að berast á þar til gerðum eyðublöðum til stjórnsýslu rannsókna Háskólans á Akureyri og á rafrænu formi á rannsoknir@unak.is, í síðasta lagi 15. september ár hvert.

Í umsókninni eiga að koma fram greinargóðar upplýsingar varðandi áform umsækjanda um nýtingu rannsóknamisseris t.d. markmið, tengingu við vísindastofnanir jafnt erlendis sem innanlands, áætlaðan afrakstur, birtingu niðurstaðna og kynningar á þeim.  Miðað er við að greinargerðin sé um 500-1000 orð. Einnig má skila fylgiskjölum með umsókninni. Jafnframt skal áætla ferða- og dvalarkostnað vegna rannsóknamisseris, ef við á. Háskólaráð tekur endanlega ákvörðunum um greiðslu ferða- og dvalarkostnaðar.

 

Starfsþjálfunarleyfi

Reglur um starfsþjálfunarleyfi

Umsókn um starfsþjálfunarleyfi 

Kennarar og aðrir starfsmenn, sem veitt er leyfi, skulu skila skýrslum um störf sín á leyfistímabilinu eigi síðar en 2 mánuðum eftir að leyfi lýkur. Fastráðnir starfsmenn háskólans sem ekki hafa rannsóknaskyldu og starfað hafa við háskólann í fjögur ár hið minnsta geta sótt um leyfi til starfsþjálfunar í allt að tvo mánuði. Reglur um starfsþjálfunarleyfi voru samþykktar á fundi Háskólaráðs Háskólans á Akureyri 28.02.2007.


Umsókn um starfsþjálfunarleyfi skal berast yfirmanni eigi síðar en þremur mánuðum fyrir fyrirhugað leyfi.  Ef umsækjandi hefur tök á að sækja fyrr um, skal það gert og þá er kostur að umsókn hafi borist fyrir samþykkt rekstraráætlunar viðkomandi árs.