Starfsmenn ríkisins, sveitarfélaga og sjálfseignastofnana eiga aðild að Styrktarsjóði BHM. Sjóðnum er ætlað að styrkja aðildarfélaga fjárhagslega ef til ólaunaðra fjarveru kemur vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæðna. Rétt í Styrktarsjóði eiga félagsmenn aðildarfélaga BHM sem greitt hefur verið fyrir styrktarsjóðsframlag í samtals 6 mánuði og þar af samfellda 3 mánuði áður en atburður sem leiðir til styrkumsóknar átti sér stað. Sjóðurinn styrkir einnig ýmiss konar heilbrigðisþjónustu eða óvænt áföll aðildarfélaga. Styrktarsjóðurinn hefur tekið að sér hlutverk Fjölskyldu- og styrktarsjóðs BHM að greiða fæðingarstyrki. Fæðingarstyrkir eru eingreiðsla upp á kr. 215.000 vegna fæðingar barns (miðað við 100% starfshlutfall).
Umsóknum er skilað inn á Mínum síðum. Senda ber inn rafræna umsókn um styrk fyrir 10. hvers mánaðar og eru umsóknir afgreiddar einu sinni í mánuði. Allir styrkir eru greiddir út 25. hvers mánaðar eða næsta virkan dag ef um er að ræða laugardag eða sunnudag. Hægt er að sækja um styrki á grundvelli allt að árs gamalla reikninga og er þá miðað við dagsetningu á móttöku umsókna. Fylgigögnum skal skilað inn með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður. Nánar um Styrktarsjóð BHM er að finna hér.