Umsóknum og fylgigögnum er skilað rafrænt inni á heimasíðu Bandalags háskólamanna undir mínum síðum.
Félagar í FHA eiga rétt á styrk úr Starfsmenntasjóði Bandalags háskólamanna. Forsenda styrks er að viðkomandi félagsmaður hafi greitt félagsgjöld í a.m.k. 6 mánuði samfellt (a.m.k. 660kr á mánuði til þess að eiga rétt á fullum styrk úr sjóðnum). Réttindi safnast ekki fyrir í sjóðnum og það að hafa aldrei sótt um kemur sjóðsfélaga ekki til góða nema ef sjóðurinn er rýr en þá njóta þeir forgangs sem aldrei hafa fengið úthlutað áður.
Markmið Starfsmenntasjóðs Bandalags háskólamanna (STRIB) er að tryggja fjárhagslegan grundvöll símenntunar og endurhæfingarnáms sem tengist starfi eða fagsviði félagsmanna BHM.
Helstu upplýsingar um styrkinn:
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins.