Félagsmenn í Félagi háskólakennara á Akureyri geta orðið starfsmenn Háskólans á Akureyri, tengdra stofnana og samstarfsstofnana sem hafa a.m.k. BA/BS próf eða sambærilegt próf frá viðurkenndum háskóla. Félagsmenn eru annað hvort með fulla aðild eða aukaaðild að félaginu. Aukafélagar hafa fullt málfrelsi og tillögurétt í félaginu en ekki atkvæðisrétt, kosningarétt eða kjörgengi. Þó er heimilt að veita aukafélögum atkvæðisrétt um sín sérmál, samkvæmt ákvörðun meirihluta félagsfundar hverju sinni. Fulla aðild eiga allir starfsmenn Háskólans á Akureyri, stofnana hans og samstarfsstofnana, sem hafa háskólapróf eða aðra sambærilega menntun og gegna a.m.k. 1/3 hluta starfs við skólann.
Starfsmenn Háskólans á Akureyri, stofnana hans og samstarfsstofnana, sem hafa háskólapróf eða aðra sambærilega menntun og gegna minna en 1/3 starfs við skólann eiga aukaaðild að félaginu.
Fyrrum félagsmenn sem þiggja atvinnuleysisbætur og greiða félagsgjald til félagsins teljast aukafélagar.
Stjórn félagsins tekur ákvörðun um inntöku nýrra félaga og er félagaskrá staðfest árlega á aðalfundi. Á vordögum 2020 voru félagsmenn 160 í 140 stöðugildum. Af þeim eru 80 (50,0%) í starfi aðjúnkta, lektora eða dósenta í 68 stöðugildum og 80 (50,0%) í stjórnsýslu og stoðþjónustu í 72 stöðugildum. Í félagið eru komnir 6 doktorsnemar og einn nýdoktor.
Formaður félagsins er Hjördís Sigursteinsdóttir (hjordis@unak.is).
Félagið er aðili að Bandalagi háskólamanna (BHM).