Fréttir

Nýr kjarasamningur undirritaður með fyrirvara um samþykki félagsfólks

Mánudaginn 16. september var undirritaður kjarasamningur við Fjármála- og efnahagsráðuneytið fyrir hönd ríkissjóðs með fyrirvara um samþykki félagsfólks.

Sameiginleg yfirlýsing tuttugu og tveggja stéttarfélaga háskólamenntaðra.

Tuttugu og tvö stéttarfélög háskólamenntaðra sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Neðangreind stéttarfélög krefjast leiðréttingar á launum háskólamenntaðra og að þeim verði tryggð kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna í komandi kjaraviðræðum. Háskólamenntaðir hafa setið eftir í kjarasamningum síðustu ára vegna ítrekaðra krónutöluhækkana með tilheyrandi samþjöppun launa á vinnumarkaði. Samþjöppun tekna á Íslandi er ein sú mesta í Evrópu. Ljóst er að það stefnir í mikinn skort á sérhæfðu starfsfólki til að mæta þörfum atvinnulífsins. Hlutfall ungs fólks á Íslandi sem hefur lokið háskólanámi er langt undir meðaltali OECD-ríkja. Við því verður að bregðast. Sé ekki gripið til aðgerða mun ávinningur af háskólamenntun minnka enn frekar. Þá er líklegt að háskólamenntaðir sæki meira í störf í löndum þar sem eftirspurn er eftir færni þeirra og lífskjör háskólamenntaðra eru betri en á Íslandi. Dýralæknafélag Íslands Félag geislafræðinga Félag háskólakennara Félag háskólakennara á Akureyri Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins Félag íslenskra hljómlistarmanna Félag íslenskra náttúrufræðinga Félag lífeindafræðinga Félag prófessora við ríkisháskóla Félag sjúkraþjálfara Félagsráðgjafafélag Íslands Iðjuþjálfafélag Íslands Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Ljósmæðrafélag Íslands Læknafélag Íslands Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja Sálfræðingafélag Íslands Stéttarfélag lögfræðinga Stéttarfélag tölvunarfræðinga Verkfræðingafélag Íslands Viska Þroskaþjálfafélag Íslands

Opinn félagsfundur vegna kjarasamninga 2023

Haldinn verður opinn félagsfundur vegna kjarasamninga 2023. Fundurinn verður haldinn í stofu N102 þriðjudaginn 22. nóv. kl. 12:00 en einnig verður hægt að vera með í streymi. Boðið verður upp á léttar veitingar og til að áætla fjölda þá vinsamlegast látið vita af þátttöku á netfangið hjordis@unak.is Með von um góða þátttöku og spjall.

Aðalfundur FHA 18. maí 2022

Aðalfundur FHA verður haldinn 18. maí 2022 kl. 15 í stofu N102. Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf.

Kjarasamingurinn samþykktur

Kjarasamingurinn samþykktur. Atkvæði greiddu 97 af 152 eða 64%. Já sögðu 94 (97%) og nei sögðu 3 (3%)

Kjarasamningur Félags háskólakennara á Akureyri

Kjarasamningur Félags háskólakennara á Akureyri 1. apríl 2019 - 31. mars 2023. Kjarasamninginn má finna hér. Kynningu á kjarasamningnum má finna hér.

Kjarasamningur Félags háskólakennara á Akureyri hefur verið undirritaður

Félag háskólakennara á Akureyri og samninganefnd ríkisins hafa undritað kjarasamning með gildistímann frá 1. apríl 2019 til 31. Mars 2023. Nánari upplýsinga munu berast eftir helgina en gert er ráð fyrir að kynningabundur verði haldinn á fimmduag eða föstudag. Atkvæðagreiðsla um samninginn mun fara fram strax í kjölfarið af kynningunni.

Aðalfundur FHA 2019

Aðalfundur FHA verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 16:15 í stofu M203. í stofu M203. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar

Aðalfundur FHA 2018

Aðalfundur FHA 2017